Á Þorláksmessu bjóða ungir jafnaðarmenn gestum og gangandi upp á rjúkandi heita og ljúffenga súpu í félagsmiðstöð UJ að Laugavegi 66 frá kl. 18, segir í fréttatilkynningu frá ungum jafnaðarmönnum. Með súpueldhúsi unga fólksins vilja UJ vekja athygli á stöðu ungs fólks í kreppunni.