Vanhæfur í málefnum peningamarkaðssjóða

Gísli Tryggvason
Gísli Tryggvason

Talsmaður neyt­enda, Gísli Tryggva­son, hef­ur ákveðið að hætta af­skipt­um af mál­efn­um pen­inga­markaðssjóða bank­anna þar sem bróðir hans, Tryggvi Tryggva­son, hef­ur verið ráðinn nýr fram­kvæmd­ar­stjóri Landsvaka hf.

Sam­an­tekt tals­manns neyt­enda er nú lokið á réttar­úr­ræðum neyt­enda vegna taps í pen­inga­markaðssjóðum með lista yfir lög­menn og svör­um við úti­stand­andi spurn­ing­um.

Talsmaður neyt­enda hef­ur und­an­farn­ar vik­ur leit­ast við að koma í far­veg álita­efn­um sem varða neyt­end­ur sem tapað hafa fé í svo­nefnd­um pen­inga­markaðssjóðum stóru bank­anna þriggja. Þar sem ekki hafði verið greitt út úr sam­bæri­leg­um sjóðum spari­sjóðanna í þess­ari viku og vænt­an­legt tap því ekki komið fram hef­ur talsmaður neyt­enda ekki haft af­skipti af þeim en lýk­ur brátt af­skipt­um af mál­efn­um þeirra með vís­an til  hæfis­reglna.

Fram að því hef­ur talsmaður neyt­enda haldið óform­leg­an fund með lög­mönn­um, neyt­end­um og hags­munaaðilum, fundað ásamt lög­mönn­um með full­trú­um Glitn­is, Kaupþings og Lands­banka, mætt á fund hags­munaaðila vegna taps í pen­inga­markaðssjóðum Lands­banka,
skrifað rík­is­skatt­stjóra vegna hugs­an­legr­ar skattaí­viln­un­ar sam­kvæmt gild­andi lög­um og ít­rekað óskað upp­lýs­inga frá bönk­un­um um trygg­ing­ar vegna hugs­an­legra mistaka starfs­manna, stjórn­enda og stjórn­ar­manna við ráðgjöf í tengsl­um við kaup í pen­inga­markaðssjóðum.

Á heimasíðu sinni birt­ir talsmaður neyt­enda lista yfir lög­menn sem taka að sér at­hug­un á rétt­ar­stöðu neyt­enda vegna taps í pen­inga­markaðssjóðum Glitn­is, Kaupþings og Lands­banka en Lög­manna­fé­lag Íslands tók að sér að setja sam­an þann lista.

Lýk­ur af­skipt­um vegna fjöl­skyldu­tengsla

Að fengnu svari frá rík­is­skatt­stjóra um rétt­ar­stöðu neyt­enda varðandi skattaí­viln­un og eft­ir að svör hafa borist frá bönk­un­um varðandi trygg­ing­ar vegna hugs­an­legra mistaka lýk­ur talsmaður neyt­enda af­skipt­um af mál­efn­um pen­inga­markaðssjóða bank­anna þar sem bróðir hans, Tryggvi Tryggva­son, hef­ur frá 16. des­em­ber sl. verið ráðinn nýr fram­kvæmd­ar­stjóri Landsvaka hf.

Landsvaki hf. er rekstr­ar­fé­lag pen­inga­markaðssjóða á veg­um Lands­bank­ans. Er talsmaður neyt­enda eft­ir það því van­hæf­ur til þess að leggja frek­ara mat á álita­efnið - a.m.k. gagn­vart pen­inga­markaðssjóðum Lands­bank­ans - og hefja nýj­ar aðgerðir, svo sem að óska eft­ir upp­lýs­ing­um frá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu eins og komið hafði til álita. Hef­ur full­trú­um helstu hags­munaaðila þegar verið greint frá þessu svo og viðskiptaráðuneyti.

Vefsíða tals­manns neyt­enda

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert