Vissi ekki af tilboði FSA vegna Icesave

Geir H Haarde
Geir H Haarde hag / Haraldur Guðjónsson

For­sæt­is­ráðherra seg­ist ekki hafa vitað, fyr­ir yf­ir­töku ís­lenska rík­is­ins á Lands­banka Íslands, um til­boð breska fjár­mála­eft­ir­lits­ins (FSA) um að gegn 200 millj­óna punda fyr­ir­greiðslu væri FSA til­búið að færa reikn­inga Ices­a­ve yfir í breska lög­sögu. Þetta kem­ur fram í svari Geirs H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra við fyr­ir­spurn Si­vj­ar Friðleifs­dótt­ur um Ices­a­ve-ábyrgðir.

Í svar­inu seg­ir Geir að sér sé ekki kunn­ugt um að emb­ætt­is­menn eða ráðgjaf­ar ráðherra hafi haft slíka vitn­eskju.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert