Forsætisráðherra segist ekki hafa vitað, fyrir yfirtöku íslenska ríkisins á Landsbanka Íslands, um tilboð breska fjármálaeftirlitsins (FSA) um að gegn 200 milljóna punda fyrirgreiðslu væri FSA tilbúið að færa reikninga Icesave yfir í breska lögsögu. Þetta kemur fram í svari Geirs H. Haarde, forsætisráðherra við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur um Icesave-ábyrgðir.
Í svarinu segir Geir að sér sé ekki kunnugt um að embættismenn eða ráðgjafar ráðherra hafi haft slíka vitneskju.