Íslenskir friðarsinnar stóðu að blysför niður Laugaveginn í kvöld, en þetta var í 29. sinn sem friðargangan er farin á Þorláksmessu. Óhætt er að segja að gangan sé fyrir löngu orðin fastur liður í jólaundirbúningi margra.
Safnast var saman á Hlemmi rétt fyrir 18, en þá lagði gangan af stað.
Söngfólk úr Hamrahlíðarkórnum og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð söng í
göngunni
Fjölmenni er í miðborginni í kvöld og eru margir eflaust að reyna klára jólagjafainnkaupin.
Í
lok göngu verður efnt til fundar á Ingólfstorgi þar sem Birna
Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Menningarfylgdar Birnu, flytur ávarp, en
fundarstjóri er Lárus Páll Birgisson, sjúkraliði.
Friðargöngur verða einnig haldnar á Akureyri og á Ísafirði.