Töluvert fleiri farþegar eiga bókað flug um hátíðirnar en á síðasta ári,
fjölgunin nemur 8% og dreifist nokkuð jafnt á áfangastaði Flugfélags
Íslands en þó er hlutfallslega mest aukning í flugi til Vestmannaeyja en
þangað eiga um tvöfalt fleiri farþegar bókað en á síðasta ári, einnig er
töluverð aukning í flugi til Egilsstaða.
Miðað er við tímabilið 23. desember til 4. janúar, að því er segir í tilkynningu.
Í dag eru hátt í 900 farþegar bókaðir í flug sem er töluverð aukning frá fyrra ári en þar getur haft áhrif á hvaða vikudegi Þorláksmessa ber upp. Flug hefur gengið vel til allra staða nema Ísafjarðar en flug þangað er í athugun.