Ekkert hefur verið hægt að fljúga á áfangastaði Flugfélags Íslands og Flugfélagsins Ernir á Vestfjörðum í morgun. Hjá báðum félögunum á að reyna að fljúga til Vestfjarða síðar í dag en Veðurstofan gaf í morgun út stormviðvörun á Vestfjörðum. Samkvæmt upplýsingum frá Erni verður allt reynt til þess að koma jólagjöfum til íbúa á Vestfjörðum síðar í dag en félagið flýgur á Bíldudal og Gjögur.
Flugfélag Íslands er með flug til Ísafjarðar á athugun klukkan 13:30 í dag en annað flug félagsins hefur verið á áætlun.