Gunnar Páll einn í framboði

Gunnar Páll Pálsson
Gunnar Páll Pálsson Kristinn Ingvarsson

Gunn­ar Páll Páls­son, formaður VR, er einn í fram­boði til for­manns stjórn­ar og trúnaðarráðs VR. Fram­boðsfrest­ur rann út á há­degi í gær. Alls bár­ust 15 fram­boð til stjórn­ar. Í stjórn sitja alls 15 aðal­menn og er kosið um sjö stjórn­ar­menn ár hvert.

Al­mennt er kosið til for­manns annað hvert ár en sam­kvæmt til­lögu nú­ver­andi for­manns var ákveðið að ganga til for­manns­kjörs nú þó kjör­tíma­bili hans ætti að öllu jöfnu ekki að ljúka fyrr en eft­ir eitt ár.

Á fundi trúnaðarráðs og trúnaðarmanna þann 5. janú­ar n.k. verður kosið á milli fram­bjóðenda og gengið frá lista trúnaðarráðs og trúnaðarmanna til for­manns, stjórn­ar, vara­stjórn­ar og trúnaðarráðs. Eft­ir fund­inn verður síðan aug­lýst eft­ir öðrum fram­boðslist­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka