Gunnar Páll einn í framboði

Gunnar Páll Pálsson
Gunnar Páll Pálsson Kristinn Ingvarsson

Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, er einn í framboði til formanns stjórnar og trúnaðarráðs VR. Framboðsfrestur rann út á hádegi í gær. Alls bárust 15 framboð til stjórnar. Í stjórn sitja alls 15 aðalmenn og er kosið um sjö stjórnarmenn ár hvert.

Almennt er kosið til formanns annað hvert ár en samkvæmt tillögu núverandi formanns var ákveðið að ganga til formannskjörs nú þó kjörtímabili hans ætti að öllu jöfnu ekki að ljúka fyrr en eftir eitt ár.

Á fundi trúnaðarráðs og trúnaðarmanna þann 5. janúar n.k. verður kosið á milli frambjóðenda og gengið frá lista trúnaðarráðs og trúnaðarmanna til formanns, stjórnar, varastjórnar og trúnaðarráðs. Eftir fundinn verður síðan auglýst eftir öðrum framboðslistum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka