Hálka á Hellisheiði

Bílar á Hellisheiði.
Bílar á Hellisheiði. Rax / Ragnar Axelsson

Á Suður­landi eru víða hálku­blett­ir í upp­sveit­um, seg­ir í til­kynn­ingu frá Vega­gerðinni. Hálka er á Hell­is­heiði og hálku­blett­ir eru í Þrengsl­um. Á Vest­ur­landi eru hálku­blett­ir víða, hálka er á Bröttu­brekku og hálku­blett­ir á Holta­vörðuheiði.

Á Vest­fjörðum er hálka eða hálku­blett­ir. Ófært er yfir Hrafns­eyr­ar­heiði, Dynj­and­is­heiði og Eyr­ar­fjall. Á Norður­landi er víða hálka eða hálku­blett­ir. Á Norðaust­ur­landi er víða flug­hált, á Aust­ur­landi víða hálka eða hálku­blett­ir. Ófært er um Öxi. Á Suðaust­ur­landi er hálka aust­an við Vík ann­ars eru veg­ir víðast hvar auðir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert