HÍ: Allir teknir inn í grunnnám

Háskóli Íslands
Háskóli Íslands mbl.is/Ómar

Á fundi há­skólaráðs í gær var samþykkt að af­greiða um­sókn­ir um grunn­nám og fram­halds­nám á vormiss­eri 2009. Alls bár­ust 1624 um­sókn­ir.  All­ar um­sókn­ir um grunn­nám upp­fylla inn­töku­skil­yrði og samþykkti há­skólaráð að taka inn alla um­sækj­end­ur, eða 893 tals­ins.

Verið er að fara yfir um­sókn­ir um fram­halds­nám með til­liti til náms­leiða, og von­ast er til að hægt verði að taka á móti sem flest­um þeirra 731 sem sótt hafa um fram­halds­nám, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá HÍ.  

„Ákvörðunin er tek­in eft­ir að niður­skurður til HÍ var lækkaður um 130 mkr. milli annarr­ar og þriðju umræðum á Alþingi um fjár­lög 2009. Öll viðbót­ar­upp­hæðin verður notuð vegna inn­töku nýrra nem­enda um ára­mót. 

Í viðbrögðum við kröfu um niður­skurð frá upp­haf­legu fjár­laga­frum­varpi, lagði há­skólaráð áherslu á þrennt; a) að standa vörð um störf, b) tryggja stúd­ent­um kennslu í sam­ræmi við gæðakröf­ur HÍ, c) halda áfram að byggja upp öfl­ug­an rann­sókn­ar­há­skóla í sam­ræmi við stefnu skól­ans.  

Að þess­um for­send­um gefn­um, samþykkti há­skólaráð að mæta kröfu um niður­skurð með end­ur­skoðun fast­launa­samn­inga og yf­ir­vinnu, til­færslu á starfs­skyld­um, end­ur­skipu­lagn­ingu nám­skeiða, lækkuðum ferðakostnaði, lækkuðum út­gjöld­um vegna tækja­kaupa og frest­un hluta áforma sam­kvæmt af­kasta­tengd­um samn­ingi við stjórn­völd vegna fram­kvæmd­ar stefnu HÍ.

Há­skólaráð tel­ur brýnt að halda fast í stefn­una eins og kost­ur er og vinna ótrauð að þeim mark­miðum sem sett hafa verið.  Á opn­um fundi rektors með starfs­fólki í kjöl­far há­skólaráðsfund­ar í gær, sagðist Krist­ín Ing­ólfs­dótt­ir sann­færð um, að ef ein­hvern tím­ann hafi verið þörf á stefnu­festu í mál­efn­um há­skóla­mennt­un­ar, vís­inda og ný­sköp­un­ar, sé það ein­mitt nú.

Krist­ín seg­ir að starfs­fólk Há­skóla Íslands hlakki til að taka á móti nýj­um nem­end­um um ára­mót­in og  er þakk­látt þeim fyr­ir­tækj­um, stofn­un­um og ein­stak­ling­um sem hafa haft sam­band til að bjóða aðstoð vegna erfiðrar stöðu efna­hags­mála,  þar á meðal boð um aðstöðu til verk­legr­ar þjálf­un­ar nem­enda," að því er seg­ir í til­kynn­ingu.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert