Óttast að uppúr sjóði

Frá mótmælum við ráðherrabústaðinn
Frá mótmælum við ráðherrabústaðinn mbl.is/Júlíus

Banda­ríska frétta­stof­an Bloom­berg skrif­ar í dag um mót­mæl­in að und­an­förnu á Íslandi og seg­ir að ekki þurfi mikið til að upp úr sjóði. Seg­ir í frétt­inni að efna­hags­hrunið á Íslandi geti haft víðtæk áhrif þar sem at­vinnu­leysi eykst og sí­fellt fleiri geta ekki greitt skuld­ir sín­ar. Bú­ast megi við því að alda mót­mæla ríði yfir heims­byggðina og stjórn­mála­menn verði fyr­ir þrýst­ingi. Er fjallað um mót­mæl­in í Grikklandi og víðar í heim­in­um í sömu frétt.

Bloom­berg fjall­ar um Evu Hauks­dótt­ur og bar­áttu henn­ar, sem þeir segja stýra mót­mæl­un­um á sama tíma og hún reki Norna­búðina. Þar selji hún hún vernd­ar­gripi og galdra­dúkk­ur í líki banka­manna. Eva seg­ir í viðtali við Bloom­berg að hún geri ráð fyr­ir því að missa heim­ili sitt sem sé minna virði held­ur en þegar hún keypti það fyr­ir tveim­ur árum.

Hálf­karað Tón­list­ar­hús er sagt tákn­mynd góðær­is­ins á Íslandi og að til marks um nýja tíma hafi gesta­stofu þess verið lokað í kjöl­far falls Lands­bank­ans. 

Þór­hall­ur Vil­hjálms­son, markaðsfræðing­ur, lík­ir Íslandi við eftir­köst Cherno­byl slyss­ins. „Ísland er i dag eins og Cherno­byl eft­ir spreng­ing­una," seg­ir Þór­hall­ur og bæt­ir við „allt lít­ur eðli­lega út en það er geisl­un í gangi."

Versta kjarn­orku­slys sög­unn­ar varð í kjarn­orku­ver­inu í Cherno­byl þegar spreng­ing varð þar árið 1986. Að minnsta kosti átta þúsund manns lét­ust í spreng­ing­unni og eftir­köst­um henn­ar.

Frétt Bloom­berg í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert