Ríkið styrkir innlent hjálparstarf

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra. Morgunblaðið/ Árni Sæberg

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur veitt 5 milljónum króna til styrktar félaga- og hjálparsamtaka sem liðsinna heimilislausum og fjölskyldum í fjárhagsvanda.

Styrki hljóta að þessu sinni Hjálpræðisherinn, Mæðrastyrksnefndir í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og á Akureyri, Fjölskylduhjálpin, Hjálparstarf kirkjunnar, Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands og Kaffistofa Samhjálpar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert