Talsvert um innbrot og þjófnaði

Tals­vert hef­ur verið um inn­brot og þjófnaði á höfuðborg­ar­svæðinu í dag að sögn lög­reglu. Frá því kl. 7 í morg­un hafa 32 slík mál verið til­kynnt til lög­reglu. Brot­ist er inn í bíla og vör­um hnuplað úr versl­un­um. Varðstjóri seg­ir meira um slík­ar til­kynn­ing­ar nú sam­an­borið við und­an­far­in ár. Þá er fjöl­mennt í miðborg Reykja­vík­ur í kvöld.

Varðstjóri seg­ir marg­ar til­kynn­ing­ar um búðar­hnupl, m.a. úr versl­un­ar­miðstöðvun­um, hafa borist og í ein­hverj­um til­vika hafi lög­regl­unni tek­ist að hafa hend­ur í hári þjóf­anna og þá hef­ur vör­un­um þá verið skilað.

Að sögn lög­reglu er bæði um Íslend­inga og út­lend­inga að ræða. Marg­ir bera við pen­inga­leysi þegar þeir eru krafðir um skýr­ing­ar á at­hæf­inu.

Fólk hef­ur m.a. verið staðið að því að stela áfengi úr áfeng­is­versl­un­um eða mat úr stór­mörkuðum.

Lög­regl­an reyn­ir að ganga frá mál­um á staðnum, og hef­ur þeim sem hafa verið tekn­ir verið sleppt að lok­inni skýrslu­töku.

Þá hef­ur einnig verið brot­ist inn í fjölda bíla víðsveg­ar á höfuðborg­ar­svæðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka