Varað við vindi á Vesturlandi

Það er strekk­ings vind­ur á Vest­ur­landi, Vest­fjörðum og á Norður­landi og eru veg­far­end­ur beðnir um að sýna aðgát, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Vega­gerðinni. Á Vest­ur­landi er víða hálka eða hálku­blett­ir. Hálka og skafrenn­ing­ur er á Bröttu­brekku og hálku­blett­ir og élja­gang­ur er á Holta­vörðuheiði.

Á Suður­landi eru víða hálku­blett­ir í upp­sveit­um. Hálka er á Hell­is­heiði og hálku­blett­ir eru í Þrengsl­um. Á Vest­fjörðum er hálka eða hálku­blett­ir. Stór­hríð er á Hálf­dán. Ófært er yfir Hrafns­eyr­ar­heiði, Dynj­and­is­heiði og
Eyr­ar­fjall. Á Norður­landi er víða hálka eða hálku­blett­ir. Á Norðaust­ur­landi er víða flug­hált. Á Aust­ur­landi er hálka eða hálku­blett­ir. Ófært er um Öxi. Á Suðaust­ur­landi eru veg­ir víðast hvar auðir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert