Vilja atvinnurekendur úr stjórnum lífeyrissjóða

Jakob G. Hjaltalín, formaður sjómannadeildar Framsýnar - stéttarfélags
Jakob G. Hjaltalín, formaður sjómannadeildar Framsýnar - stéttarfélags mbl.is/AÁB

Aðal­fund­ur Sjó­manna­deild­ar Fram­sýn­ar- stétt­ar­fé­lags tel­ur óeðli­legt að at­vinnu­rek­end­ur sitji í stjórn­um líf­eyr­is­sjóða. Í álykt­un sem samþykkt var á aðal­fundi í gær seg­ir að fund­ur­inn telji eðli­legt að lög­um og regl­um um starf­semi líf­eyr­is­sjóða verði breytt þannig að sjóðfé­lag­ar sem hafa hags­muna að gæta, skipi stjórn­ir líf­eyr­is­sjóða en ekki at­vinnu­rek­end­ur sem hafa annarra hags­muna að gæta en að verja líf­eyr­is­sjóðsrétt­indi launa­fólks.

Sam­tals eru 78 sjó­menn skráðir í deild­ina, það eru starf­andi sjó­menn og þeir sjó­menn sem hætt hafa sjó­mennsku vegna ald­urs. Sjó­mönn­um á landsvísu hef­ur farið fækk­andi og á það einnig við um sjó­menn inn­an Fram­sýn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert