Umræðan um efnahagskreppuna fer illa í þá sem eru veikir fyrir þótt ekki hafi mikið breyst í þeirra umhverfi, að sögn Valgerðar Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. „Við höfum að öðru leyti ekki orðið vör við að ástandið hafi haft áhrif. Við vitum þó ekki hvort þetta á eftir að koma fram.“
Valgerður telur að þeir erfiðu tímar sem nú fara í hönd geti aukið á vanda kvenna með fíknisjúkdóma þar sem þær feli drykkju og aðra neyslu í meiri mæli en karlar.
Ástæðan fyrir því að konur eru oftar settar á lyf en karlar kann að mati Valgerðar að vera sú að þær leiti kannski frekar eftir aðstoð en þeir og beri upp einkenni við lækna.