Flýta hækkun atvinnuleysisbóta

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, fé­lags- og trygg­inga­málaráðherra, hef­ur í sam­ráði við for­sæt­is­ráðherra, fjár­málaráðherra og ut­an­rík­is­ráðherra ákveðið að flýta hækk­un at­vinnu­leys­is­bóta. Grunn­atvinnu­leys­is­bæt­urn­ar munu hækka um 13.500 kr. frá 1. janú­ar nk. í stað 1. mars eins og áætlað hafði verið.

Þann 1. mars næst­kom­andi var gert ráð fyr­ir að at­vinnu­leys­is­bæt­ur ættu að hækka um 13.500 kr. til sam­ræm­is við lægstu laun á al­menn­um vinnu­markaði.  Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá fé­lags­málaráðuneyt­inu að þetta sé í sam­ræmi við yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar frá 17. fe­brú­ar 2008 og gerð var í tengsl­um við kjara­samn­inga á al­menn­um vinnu­markaði.

Sam­hliða munu há­marks­tekju­tengd­ar at­vinnu­leys­is­bæt­ur hækka um sama hlut­fall í sam­ræmi við fyrr­nefnda yf­ir­lýs­ingu og verða þá 242.636 kr. á mánuði í stað 220.729. kr. áður. Fé­lags- og trygg­inga­málaráðherra hef­ur und­ir­ritað reglu­gerð þessa efn­is.

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra.
Jó­hanna Sig­urðardótt­ir fé­lags­málaráðherra. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert