„Gengið vonum framar“

Jólaverslun í Smáralind.
Jólaverslun í Smáralind. mbl.is/Ómar

„Þetta hefur allt gengið vonum framar,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, spurður út í jólasöluna í ár. Einhver minnkun, sem liggi kannski á bilinu 10-15%,  sé á milli ára. Það sé hins vegar skiljanlegt miðað við núverandi efnahagsástand.

Hann segir tvennt bæta upp jólaverslunina í ár. Í fyrsta lagi hafi nær öll jólaverslun farið fram á Íslandi, þ.e. fáir hafi farið til útlanda til þess að gera jólainnkaupin. Þá hafi erlendir ferðamenn verslað mjög mikið í haust, eða meira en nokkru sinni fyrr.

Aðspurður segir Andrés að erlendir ferðamenn hafi að einhverju leiti bjargað jólaversluninni í ár. „Þetta er betra en við bjuggumst við,“ segir hann og bætir við að síðastar ár hafi verið metár.

Sé jólaverslunin borin saman við árið 2006 sé jólaverslunin mjög fín.

Hann segir að minna hafi selst af dýrum tækjabúnaði í ár miðað við fyrri ár.

„Þá er alveg greinilegt að þessi stemning sem myndaðist í kringum það að jólagjöfin í ár væri íslensk hönnun, að hún skilar sér,“ segir hann.

Þá hefur jólaverslunin gengið vel um allt land.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka