Á þriðja þúsund manns fengu mynd af sér með jólasveininum í verslun IKEA í Kauptúni í Garðabæ síðustu fjórar helgar fyrir jól. Verslunin fjárfesti í prentara til þess að prenta út myndirnar og var hann notaður linnulítið þessa daga.
Í heild tóku starfsmenn IKEA um sex þúsund myndir af fólki með jólasveininum, þar af voru prentaðar út um 2.600 myndir, viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Jólasveinninn vakti mikla athygli fólks á öllum aldri og var stanslaus biðröð eftir myndatöku þessar helgar, segir í tilkynningu frá Nýherja sem seldi IKEA prentara til verksins.