Margir í kirkjugörðunum í dag

Margir leggja leið sína í kirkjugarða á aðfangadag
Margir leggja leið sína í kirkjugarða á aðfangadag mbl.is/Sverrir

Starfsmenn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma eru vel viðbúnir þeim mikla fjölda fólks sem búast má við að heimsæki kirkjugarðana í dag. Prenta má sérstök ratkort út af netinu, eða nálgast hjá starfsfólki í görðunum, en þau eiga að auðvelda fólki að finna leiði aðstandenda sinna.

Að sögn Þórsteins Ragnarssonar, forstjóra garðanna, vinnur starfsfólk garðanna og lögreglan saman að því að umferð gangi sem greiðlegast fyrir sig. „Aðaltíminn er frá ellefu til tvö á aðfangadag,“ segir hann. „Við reynum að greiða fyrir umferð að görðunum og skipuleggja umferðina innan þeirra til að koma í veg fyrir hnúta.“

Hann bendir á að fólk geti prentað út ratkort á netinu sem á að auðvelda því að finna leiðið sem heimsækja á. „Þessi kort má líka fá á skrifstofunum sem verða opnar, og eins verðum við með mannskap til að aðstoða þá sem þurfa.“

Vefur kirkjugarðanna 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert