Alls voru lesnar upp 2.710 jólakveðjur á Ríkisútvarpinu í gær, Þorláksmessu. Eru það 100 fleiri kveðjur en fyrir síðustu jól, að sögn Þorsteins Þorsteinssonar, markaðsstjóra RÚV. Um áratugalanga hefð er að ræða í RÚV, allt frá því kringum árið 1935.
Til að ljúka lestrinum á skikkanlegum tíma í gær hófst hann fyrr en venjulega, eða kl. 9 að morgni, og náði að klárast fyrir miðnættið.