Sjö námsmenn í neyð

Alls fengu sjö náms­menn samþykkta um­sókn sína um neyðarlán á fundi stjórn­ar Lána­sjóðs ís­lenskra náms­manna (LÍN) í gær. Fyr­ir stjórn­ar­fund­in­um lágu 115 um­sókn­ir og var 95 þeirra hafnað. 13 bíða þess hins veg­ar að frek­ari gögn ber­ist sjóðnum.

Ástæður fyr­ir samþykki þeirra um­sókna sem voru af­greidd­ar eru, að sögn Ástu Þór­ar­ins­dótt­ur, setts fram­kvæmda­stjóra LÍN, m.a. að meðlags- eða fæðing­ar­or­lofs­greiðslur frá Íslandi höfðu rýrnað veru­lega vegna geng­is­falls krón­unn­ar, og um­tals­verðar taf­ir á milli­færslu gjald­eyr­is milli landa og til lánþega í fjar­námi eða skipti­námi er­lend­is, sem ekki féllu und­ir breyt­ing­ar á út­hlut­un­ar­regl­um sem lutu að því að koma til móts við skipt­inema.

Neyðarlán­in ná hins veg­ar ekki yfir þá skerðingu sem geng­is­fall krón­unn­ar hef­ur valdið náms­mönn­um. Lán­in frá LÍN eru veitt í mynt hvers náms­lands og fá náms­menn lán­in greidd miðað við gengi á út­borg­un­ar­degi. Íslensk yf­ir­drátt­ar­lán, sem marg­ir náms­menn er­lend­is taka á meðan beðið er út­hlut­un­ar, hafa þó að sjálf­sögðu rýrnað með gengi krón­unn­ar. Neyðarlán­in gilda þó ekki fyr­ir þau til­felli, held­ur hafa bank­ar fengið til­mæli um að end­ur­skoða námsáætlan­ir og hækka yf­ir­drátt­ar­lán í sam­ræmi við þá end­ur­skoðun.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert