Búist er við stormi norðvestan til á landinu á morgun, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Suðvestan strekkingur og skúrir eða slydduél Vestanlands, en rigning eða súld á Suðausturlandi. Hiti 1 til 8 stig. Suðvestan 13-23 m/s á morgun, hvassast norðvestan til. Léttskýjað Austanlands, annars él. Vægt frost til landsins, en yfirleitt 0 til 5 stiga hiti við ströndina.