Bolungarvíkurgöng orðin 1.480 metra löng

Framkvæmdir við Bolungarvíkurgöng hófust á þessu ári.
Framkvæmdir við Bolungarvíkurgöng hófust á þessu ári. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Búið er að grafa 1.480 metra í Bolungarvíkurgöngum, en það er um 28,7% af heildarlengd ganganna. Hlé er gert á vinnu við göngin um jólin, en bormenn mæta aftur til vinnu 5. janúar.

Búið var að sprengja 828 metra Bolungarvíkurmegin og 652,5 metra Hnífsdalsmegin.

Áætlað er að Bolungarvíkurgöng verði fullkláruð 15. júlí 2010. Kostnaður við göngin er áætlaður um 5 milljarðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert