Margir fóru út að ganga um stræti og götur bæjarins í dag, til að hressa sig við eftir máltíðir gærdagsins og lestrarvöku yfir jólabókum. Ljósmyndari Morgunblaðsins brá sér af bæ.
Töluvert var af fólki á hinu vinsæla útivistarsvæði við Gróttu á Seltjarnarnesi. Nokkuð fór að bæta í vindinn þegar leið á daginn, en víða um landið hafa él gengið yfir svo jörð hefur sums staðar orðið ljós. Eitthvað vantar þó á að sannkallaður jólasnjór hafi verið á ferðinni.
Íslendingar láta slíkt þó ekki draga úr jólaskapinu, og jafnvel bara betra að fá gott slagviðri til að reyna á almennilega á jólaflíkina!