Margir vilja liðsinna

Herrra Karl Sigurbjörnsson.
Herrra Karl Sigurbjörnsson. mbl.is

Bisk­up Íslands, herra Karl Sig­ur­björns­son, minnti í hug­vekju sinni á Trú.is í gær á það hve marg­ir þyrftu nú á aðstoð að halda vegna krepp­unn­ar. En jafn­framt að það yki bjart­sýni að sjá hve marg­ir vildu liðsinna þeim sem væru þurfandi. Bisk­up­inn pre­dikaði í gær­kvöld í Bú­staðakirkju.

,,Ég kom á dög­un­um í Borg­ar­tún í Reykja­vík þar sem jóla­út­hlut­un Hjálp­ar­starfs kirkj­unn­ar, Mæðra­styrksnefnd­ar og Rauða kross Íslands stóð yfir" sagði Karl í hug­vekj­unni. ,,Fjöldi sjálf­boðaliða var þar á þönum við að fylla á poka og aðstoða fólk sem þurfti á aðstoð að halda fyr­ir þessi jól. Hjálp­ar­um­sókn­ir frá 2300 fjöl­skyld­um höfðu þá borist, fleiri en nokkru sinni og enn var að bæt­ast við.

Það var í senn dap­ur­legt og ánægju­legt að verða vitni að þessu. Og það gaf von. Dap­ur­legt er að vita af öll­um þeim fjölda fólks sem neyðist til að leita sér hjálp­ar. Ekki síst að sjá unga for­eldra með lít­il börn, og skynja þá neyð sem að baki býr. En gleðilegt að vita til að hægt er að koma til móts við þá neyð vegna svo ótrú­legr­ar vel­vild­ar og ör­læt­is ein­stak­linga og fyr­ir­tækja.

Sjálf­boðaliðarn­ir eru úr ýms­um átt­um og á ýms­um aldri, ung­ling­ar úr æsku­lýðsstarfi kirkj­unn­ar þar á meðal, og starfs­fólk Sím­ans og Straums sem fékk frí til að taka þátt í út­hlut­un­inni. Það var mikið að gera, ys og er­ill, en ánægja og þakk­læti í ásjón­um fólks­ins. Jólagleði er gleði gjaf­mild­inn­ar, um­hyggj­unn­ar, kær­leik­ans, sem lýk­ur upp hliðum von­ar­inn­ar um tíð og tíma þar sem þeir þætt­ir fá að ráða í mann­líf­inu."

Bisk­up sagði m.a. í pre­dik­un sinni í gær­kvöld að sjald­an hefði jólaguðspjallið verið áleitn­ara og róm­sterk­ara en ein­mitt núna. ,,Á óvissu­tím­um og kvíða þurf­um við virki­lega að heyra og skynja og þiggja hin raun­veru­legu verðmæti og end­ur­heimta hinn sanna auð, sem Guð býður okk­ur sem gjöf."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert