Um þúsund manns komu í Fríkirkjuna við Tjörnina á aðfangadagskvöld og fjölmargir urðu frá að hverfa í miðnæturguðsþjónustunni kl. 11.30, að sögn séra Hjartar Magna Jóhannssonar fríkirkjuprests.
í 109 ára sögu safnaðarins hefur líklegast aldrei verið önnur eins aðsókn. Kl. 18.00 var nokkuð þétt setinn bekkurinn í kirkjunni sem tekur upp undir 500 manns í sæti, segir séra Hjörtur Magni.
en kl. 23.30. var hver fermetri nýttur, setið allstaðar þar sem fólk gat komi sér fyrir, staðið meðfram veggjum og alveg út út dyrum og fjölmargir urðu frá að hverfa.
Páll Óskar og Monika Abendroth hörpuleikari fluttu tónlist ásamt strengjasveit, Önnu Siggu og Fríkirkjukórnum.