Mikil kirkjusókn í gær

Hallgrímskirkja í Reykjavík.
Hallgrímskirkja í Reykjavík. Árni Sæberg

Mjög mikil kirkjusókn var á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld að sögn séra Jóns Dalbú Hróbjartssonar, prófasts í Reykjavík. Að venju voru margar guðsþjónustur í kirkjunum þennan dag, sums staðar var byrjað með fjölskyldustund klukkan fjögur, síðan messað klukkan sex og loks aftur klukkan hálftólf.

,,Fólk getur  því valið um tíma en þetta er allt saman mjög vel sótt og mikil gleði með það. Miðnæturmessurnar eru einkum vel sóttar í stærri kirkjunum, Neskirkju, Hallgrímskirkju, Dómkirkjunni, Grensáskirkju," sagði Jón. Sjálfur þjónar hann í Hallgrímskirkju og var þar alveg fullt bæði kl. 18 og síðan á miðnæturnessunni.

 ,,Við byrjuðum kl. fimm með Hljómskálakvintettinum sem spilaði ásamt organista kirkjunnar alveg í klukkustund þangað til messan byrjaði kl. sex."   Messað verður í flestum þjóðkirkjum landsins kl tvö í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka