Sú matvara sem hækkaði mest á árinu var pasta sem tvöfaldaðist í verði. Aðeins ein matvara lækkaði á árinu, en það var svínakjöt sem lækkaði í verði um 1,4%. Þessar upplýsingar koma fram í tölum Hagstofu Íslands.
Verðbólga mælist núna 17,9% sem er mesta verðbólga sem mælst hefur á Íslandi í 18 ár. Misjafnt er hversu mikið einstakar vörur hafa hækka í verði. Matvörur hafa hækkað um 28,2%. Almennt hafa innfluttar vörur hækkað mun meira en innlendar vörur, en ástæðan er mikil lækkun íslensku krónunnar. Kjöt hækkaði á árinu um 13,4%, fiskur um 15,8% og mjólkurvörur um 27,7%. Ávextir hækkuðu í verði um 61,7%. Mest hafa epli hækkað eða um 80,2%. Hveiti hækkaði um 62,1%, hrísgrjón um 49,2%, en mest hækkaði þó pasta eða um 99,9%. Þá hækkuðu hreinlætisvörur mikið í verði á árinu eða um 39,1%. Föt hækkuðu um 45,2% í verði á árinu.