Svipaður kaupmáttur og í árslok 2004

Kaupmáttur lækkar hratt þessa mánuðina.
Kaupmáttur lækkar hratt þessa mánuðina. Brynjar Gauti

Kaupmáttur launa er núna svipaður og hann var í árslok 2004. Kaupmátturinn hefur lækkað mikið undanfarna mánuði. Ástæðan er fyrst og fremst mikil verðbólga, en hún mælist nú 18%.

Sé miðað við 12 mánaða breytingu jókst kaupmáttur stöðugt frá maí 2000 til febrúar á þessu ári. Í janúar sl. var vísitala kaupmáttar komin upp í 120,2 stig. Síðan hefur vísitalan lækkað og í nóvember tók hún stökk niður á við og fór í 109,9 stig. Svo lágt hefur vísitalan ekki farið síðan í desember 2004.

Flest bendir til að kaupmáttur eigi eftir að lækka enn frekar á næsta ári. Verðbólga er enn mikil, en laun standa í stað eða lækka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert