Tuttugu og sex börn hafa fæðst á fæðingardeild Landspítalans yfir jólin að Þorláksmessu meðtalinni, samkvæmt upplýsingum frá fæðingardeild Landspítalans.
Sex börn fæddust á Þorláksmessu, ellefu börn á aðfangadag, fjögur börn á jóladag og fimm börn hafa fæðst það sem af er degi. Eru stúlkur í meirihluta.