Aldrei aftur í faðm ríkisins

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ.
Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. mbl.is/Eyþór

Þrátt fyrir verðfall á íslenskum sjávarafurðum undanfarið og að erfiðara sé að selja vörurnar, ætti íslenskur sjávarútvegur að spjara sig að sögn Friðriks Jóns Arngrímssonar, framkvæmdastjóra LÍU.  Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Sjávarútvegurinn glímir nú við vaxandi erfiðleika en verð á afurðum hefur fallið og erfiðara er að selja þær. Birgðir hafa því safnast upp.

Friðrik sagði að það hafi verið gæfa sjávarútvegsins að njóta ekki ríkisstyrkja og það hafi skipt sköpum. Hann sagði að það væru blikur á lofti um fjármögnun sjávarútvegsfyrirtækja en hann sagðist ekki sjá það fyrir sér að það myndi nokkurn tímann gerast aftur að sjávarútvegurinn yrði upp á náð og miskunn ríkisins kominn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert