Aldrei aftur í faðm ríkisins

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ.
Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. mbl.is/Eyþór

Þrátt fyr­ir verðfall á ís­lensk­um sjáv­ar­af­urðum und­an­farið og að erfiðara sé að selja vör­urn­ar, ætti ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur að spjara sig að sögn Friðriks Jóns Arn­gríms­son­ar, fram­kvæmda­stjóra LÍU.  Þetta kom fram í kvöld­frétt­um RÚV.

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn glím­ir nú við vax­andi erfiðleika en verð á afurðum hef­ur fallið og erfiðara er að selja þær. Birgðir hafa því safn­ast upp.

Friðrik sagði að það hafi verið gæfa sjáv­ar­út­vegs­ins að njóta ekki rík­is­styrkja og það hafi skipt sköp­um. Hann sagði að það væru blik­ur á lofti um fjár­mögn­un sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja en hann sagðist ekki sjá það fyr­ir sér að það myndi nokk­urn tím­ann ger­ast aft­ur að sjáv­ar­út­veg­ur­inn yrði upp á náð og mis­kunn rík­is­ins kom­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert