Góð jólastemning á Húsavík

Gengið kringum jólatréð á barnaballi kvenfélagsins.
Gengið kringum jólatréð á barnaballi kvenfélagsins. Mbl/Hafþór Hreiðarsson

Það er fyrir löngu orðinn ómissandi þáttur í jólahaldi Húsvíkinga að fara á barnaball Kvenfélags Húsavíkur. Barnaballið í ár fór fram í dag á Fosshótel Húsavík og var fjölmennt að venju, að sögn fréttaritara Morgunblaðsins.

Jólasveinar létu sig ekki vanta og eftir að hafa dansað í kringum jólatréð drógu þeir upp góðgæti handa börnunum úr pokum sínum. Kvenfélagskonurnar buðu að venju upp á sitt margrómaða tertuhlaðborð og gerðu gestir því góð skil eins og vera bar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert