Mikið um innbrot á höfuðborgarsvæðinu

mbl.is/Eggert

Sex innbrot voru framin á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Brotist var inn í Varmárskóla í Mosfellsbæ og Lauganesskóla í Reykjavík. Þá var brotist inn í fyrirtæki í Hafnarfirði og á heimili í Vatnsendahverfi í Kópavogi. Þar vaknaði húsráðandi við mannaferðir og hafði þjófurinn sig þá á brott.

 Einnig var þremur snjósleðum stolið á Kletthálsi og þeim ekið á brott. Lögregla gat rakið slóð sleðanna og fundust þeir en þjófanna er enn leitað. 

Rúmlega tuttugu innbrot hafa verið skráð á höfuðborgarsvæðinu frá því á aðfangadag en flest hafa innbrotin verið í fyrirtæki og skóla.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert