Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður opið í dag frá klukkan 12 til 16. Lyfturnar Auður, Töfrateppi, Fjarkinn og Hólabraut opna strax klukkan 12 en Strýta opnar klukkan 14. Samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu svæðisins er troðið harðfenni í öllum brautum. Þar er nú vestan 4,5 m/s og hiti í kring um frostmark.
Skíðasvæðið á Dalvík verður einnig opið frá kl. 12:00 til 16:00 í dag.
Skíðasvæðið í Skarðsdal við Siglufjörð er einnig opið frá klukkan 12-16 í dag. Þar er SV-5-12, +1c°, hálfskýjað og troðið harðfenni. Þar eru Neðsta-lyfta og T-lyfta opnar og gert er ráð fyrir að göngubraut verði tilbúinn kl 13:00 í Skarðsdalsbotni.
Skíðasvæðin við Ísafjörð og í Oddsskarði eru hins vegar lokuð.