Skortir Samfylkinguna umboð?

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að forystu Samfylkingar skorti umboð.
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að forystu Samfylkingar skorti umboð. mbl.is/Brynjar Gauti

Ármann Kr. Ólafsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í pistli á vefsíðu sinni að forystu Samfylkingarinnar skorti umboð til að sækja um ESB-aðild.  

Ármann bendir á að í póstkosningu Samfylkingarinnar haustið 2002 hafi flokksmenn verið spurðir hvort það ætti að vera stefna Samfylkingarinnar að Íslendingar skilgreindu samningsmarkmið sín, færu fram á viðræður um aðild og að hugsanlegur samningur yrði síðan lagður fyrir þjóðina.

Eftir póstkosninguna á landsfundi Samfylkingarinnar, sem sé æðsta vald flokksins, hafi síðan verið skipaður níu manna málefnahópur sem hafi fengið það hlutverk skoða ávinning Íslands af aðild að Evrópusambandinu og skilgreina helstu samningsmarkmið aðildarumsóknar. Ármann segir að þessi hópur hafi hins vegar aldrei komið saman og því sé ljóst að það séu engin samningsmarkmið til hjá Samfylkingunni. Forystan hafi því ekki umboð frá flokknum til að fara í aðildarviðræður.

Ármann segir að ef niðurstaða landsfundar Sjálfstæðisflokksins verði sú að rétt sé að sækja um inngöngu í ESB gæti sú skondna staða verið komin upp að eingöngu annar flokkurinn í ríkisstjórn hafi skýrt umboð til umsóknar um aðild, þ.e Sjálfstæðisflokkurinn en ekki Samfylkingin.

Vefsíða Ármanns

Ármann Kr. Ólafsson
Ármann Kr. Ólafsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert