Geir H. Haarde forsætisráðherra telur að vel flestir landsmenn geti staðið undir þeirri gjaldtöku sem fyrirhuguð er í heilbrigðisþjónustu, samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2009. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.
Samkvæmt frumvarpinu á gjaldtakan að skila um 360 milljónum króna en endanleg útfærsla hefur ekki verið ákveðin. Geir sagði ríkissjóð hafa orðið fyrir miklu tekjufalli og útgjaldaaukning mikil vegna atvinnuleysisbóta og fleiri útgjalda. „Þetta er verið að reyna að brúa," sagði Geir á Stöð 2.