Bankamenn sprengdir

Hægt verður að skjóta upp bankamönnum á gamlárskvöld.
Hægt verður að skjóta upp bankamönnum á gamlárskvöld.

Árleg flugeldasala björgunarsveitanna hefst á morgun, sunnudag. Flugeldasalan er stærsta, og um leið mikilvægasta, fjáröflun björgunarsveita. Helstu nýjungar í ár eru fjórar tertur, m.a. með myndum af íslenskum bankamönnum teiknuðum af Halldóri Baldurssyni.

Í ár verða flugeldamarkaðir björgunarsveita á 112 stöðum um land allt og sem fyrr er úrvalið mikið. Helstu nýjungar eru fjórar tertur, Víkingatertan, sem skreytt er mynd af útrásarvíkingum landsins, Bankatertan, með bankamönnum, Stjórnmálatertan, með stjórnmálamönnum og Íslandstertan með íslenskum almenningi.

Kostnaður við rekstur björgunarsveitar er mikill þrátt fyrir að allt starf sé unnið í sjálfboðavinnu. Útköllum þeirra hefur fjölgað mikið undanfarin ár og eru nú um 1500 á ári.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert