„Óverjandi aðgerðir“

Lík lögreglumanna úr liði Hamas eftir árásirnar á Gasaströndinni í …
Lík lögreglumanna úr liði Hamas eftir árásirnar á Gasaströndinni í dag. Reuters

Ingi­björg Sòl­rùn Gísla­dótt­ir ut­an­rík­is­ràðherra tel­ur hernaðaraðgerðir Ísra­els à Gaza­strönd­inni í dag óverj­andi, að því er seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu í dag.

„Þó að Isra­el standi frammi fyr­ir ör­ygg­is­ógn og að àkvörðun Ham­as um að segja sig fra vopna­hlei sé röng verða viðbrögð að vera í sam­ræmi við hættu eins og alþjóðleg mannúðarlög krefjast,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Alþjóðasam­fé­lagið get­ur ekki leng­ur látið óàtalið að mann­rétt­indi og alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar séu fót­um troðnar á Gasa­svæðinu. Ísland styður að málið verði tekið til um­fjöll­un­ar á vett­vangi ör­ygg­is­ráðsins og að deiluaðilar verði kallaðir til raun­veru­legr­ar ábyrgðar og látn­ir standa við fyr­ir­heit sín.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert