Rannsaka millifærslur

Kaupþing í Lúxemborg.
Kaupþing í Lúxemborg. mbl.is/Ólafur

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra skoðar nú millifærslur upp á samtals hundrað milljarða króna frá Kaupþingi á Íslandi inn á erlenda bankareikninga, að því er fram kom í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Grunur leikur á að stjórnendur bankans hafi fært vildarviðskiptavinum háar fjárhæðir.

Sagði í fréttinni að Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra hafi borist ábending þess efnis fyrir um hálfum mánuði og var ákveðið að rannsaka málið nánar. Um er að ræða margar millifærslur upp á samtal hundrað milljarða frá Kaupþingi hér á landi til annarra landa, aðallega Lúxemborgar. Efnahagsbrotadeild hafi beðið Fjármálaeftirlitið um nánari upplýsingar varðandi þessa samninga.

Þá herma heimildir fréttastofunnar að þetta sé m.a. ástæða þess að Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, hafi lagt ríka áherslu á að stjórnvöld í Lúxemborg veiti þeim sem hafa með rannsókn á falli íslensku bankanna að gera nauðsynlegan aðgang að gögnum í dótturfélögum íslensku bankanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert