Rannsaka millifærslur

Kaupþing í Lúxemborg.
Kaupþing í Lúxemborg. mbl.is/Ólafur

Efna­hags­brota­deild rík­is­lög­reglu­stjóra skoðar nú milli­færsl­ur upp á sam­tals hundrað millj­arða króna frá Kaupþingi á Íslandi inn á er­lenda banka­reikn­inga, að því er fram kom í kvöld­frétt­um Stöðvar tvö. Grun­ur leik­ur á að stjórn­end­ur bank­ans hafi fært vild­ar­viðskipta­vin­um háar fjár­hæðir.

Sagði í frétt­inni að Efna­hags­brota­deild Rík­is­lög­reglu­stjóra hafi borist ábend­ing þess efn­is fyr­ir um hálf­um mánuði og var ákveðið að rann­saka málið nán­ar. Um er að ræða marg­ar milli­færsl­ur upp á sam­tal hundrað millj­arða frá Kaupþingi hér á landi til annarra landa, aðallega Lúx­em­borg­ar. Efna­hags­brota­deild hafi beðið Fjár­mála­eft­ir­litið um nán­ari upp­lýs­ing­ar varðandi þessa samn­inga.

Þá herma heim­ild­ir frétta­stof­unn­ar að þetta sé m.a. ástæða þess að Björg­vin G. Sig­urðsson, viðskiptaráðherra, hafi lagt ríka áherslu á að stjórn­völd í Lúx­em­borg veiti þeim sem hafa með rann­sókn á falli ís­lensku bank­anna að gera nauðsyn­leg­an aðgang að gögn­um í dótt­ur­fé­lög­um ís­lensku bank­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert