Umferðarslys á Reykjanesbraut

Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut.
Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut. mbl.is

Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbrautinni milli Strandvegar og Kaldárselsvegar nú fyrir skömmu. Bifreið var ekið á ljósastaur og endaði utan vega á hvolfi í kjölfarið. Ökumaður var einn í bílnum þegar slysið varð.

Reykjanesvegurinn er lokaður milli Strandvegar og Kaldárselsveg þar sem hann rennur undir Reykjanesbrautina, að sögn lögreglu, en verður opnaður um leið og færi gefst. Lögregla segir lítið hægt að staðfesta annað en að um alvarlegt slys sé að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert