Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir að bæði Palestínumenn og Ísraelar hljóti að bera umtalsverða ábyrgð en viðbrögð Ísraela séu úr öllu samhengi. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins.
Hún lýsir hryggð yfir ástandinu á Gaza en gærdagurinn hafi verið einhver blóðugasti dagurinn í sögu hernámsins. Báðir aðilar beri mikla ábyrgð. Hamas með því að varpa sprengjum frá Gaza til Ísraels og segja upp vopnahléssamkomulaginu við Ísraels. Það breyti því þó ekki að viðbrögð Ísraela séu úr öllu samhengi við stöðu mála þarna. Skelfilegt sé að líta til þess hversu margir hafi fallið vegna aðgerða þeirra.