Lýsir hryggð yfir ástandinu á Gaza

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. mbl.is/Ómar

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir að bæði Palestínu­menn og Ísra­el­ar hljóti að bera um­tals­verða ábyrgð en viðbrögð Ísra­ela séu úr öllu sam­hengi. Þetta kom fram í frétt­um Rík­is­út­varps­ins.

Hún lýs­ir hryggð yfir ástand­inu á Gaza en gær­dag­ur­inn hafi verið ein­hver blóðug­asti dag­ur­inn í sögu her­náms­ins. Báðir aðilar beri mikla ábyrgð. Ham­as með því að varpa sprengj­um frá Gaza til Ísra­els og segja upp vopna­hlés­sam­komu­lag­inu við Ísra­els. Það breyti því þó ekki að viðbrögð Ísra­ela séu úr öllu sam­hengi við stöðu mála þarna. Skelfi­legt sé að líta til þess hversu marg­ir hafi fallið vegna aðgerða þeirra.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert