Ekki hafa fleiri hross fallið í salmonellusýkta stóðinu á Kjalarnesi í dag, en í gær féll 21. hesturinn í þessu 40 hesta stóði. Gunnar Örn Guðmundsson, héraðsdýralæknir Gullbringu- og Kjósarumdæmis, segir þrjú hross enn alvarlega veik, en hin 16 telur hann vera á batavegi.
Talið er að smitið hafi komið úr tjörnum sem stóðið drakk úr.
Sýkingarinnar varð vart sl. sunnudag er dauður hestur fannst í stóði sem var í hagabeit á Kjalarnesi. Strax var athugað með önnur hross í stóðinu og kom þá í ljós að hrossin, sem voru fjörutíu, voru flest veik. Hrossin voru þá flutt í hús í Mosfellsbæ þar sem hlúð hefur verið að þeim. //