Flugeldasalan hafin

Þekktir kappar úr Hjálparsveit skáta Reykjavík, þeir Örvar Aðalsteinsson og …
Þekktir kappar úr Hjálparsveit skáta Reykjavík, þeir Örvar Aðalsteinsson og Halldór Hreinsson að hjálpast að við uppsetningu á auglýsingarskilti fyrir flugeldasöluna mbl.is/Pétur

Flug­elda­markaðir björg­un­ar­sveita Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar voru opnaðir í morg­un en alls eru út­sölustaðirn­ir 112 tals­ins um land allt. Að sögn Ólaf­ar  Snæhólm Bald­urs­dótt­ur, upp­lýs­inga- og kynn­inga­full­trúi SL, hef­ur verð á flug­eld­um hækkað á milli ára líkt og allt annað enda gengi krón­unn­ar miklu lægra nú held­ur en á sama tíma í fyrra. Hún seg­ir að flug­eldapönt­un björg­un­ar­sveit­anna hafi verið minnkuð í haust þegar niður­sveifl­an hófst. 

Ólöf vill ekk­ert spá um hvernig sal­an verður í ár en tvö und­an­far­in ár hafa verið al­gjör metár hvað varðar sölu á flug­eld­um á Íslandi.  Flug­elda­markaðir  björg­un­ar­sveit­anna verða opn­ir dag­lega milli 9-22  næstu  þrjá daga en á gaml­árs­dag  er lokað klukk­an 16.

 Björg­un­ar­sveit­irn­ar hófu að selja flug­elda í fjár­öfl­un­ar­skyni í lok sjö­unda ára­tug­ar­ins. Fyrst hófst flug­elda­sala í Reykja­vík en fljót­lega hófu björg­un­ar­sveit­ir um allt land að selja. Í dag, rúm­um þrjá­tíu árum eft­ir að flug­elda­sala í fjár­öfl­un­ar­skyni hófst hjá björg­un­ar­sveit­un­um, er hún orðin mik­il­væg­asta tekju­lind þeirra. Án þess mikla stuðnings sem al­menn­ing­ur sýn­ir björg­un­ar­sveit­un­um með kaup­um á flug­eld­um væri ekki hægt að halda úti því öfl­uga ör­ygg­is­neti sem björg­un­ar­sveit­irn­ar eru fyr­ir Íslend­inga, að því er fram kem­ur á vef Lands­bjarg­ar. 

Sjá nán­ar um flug­elda­markaði björg­un­ar­sveit­anna 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert