Vanhugsaðar tillögur um hreindýr

mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Dýra­vernd­ar­sam­band Íslands var­ar ein­dregið við áform­um  um að sleppa hjörð villtra hrein­dýra í Reykja­nes­fólkvang enda sam­ræm­ist slíkt ekki dýra­vel­ferðarsjón­ar­miðum. Ferðamála­sam­tök Suður­nesja vörpuðu fram slíkri hug­mynd á dög­un­um.

Reykja­nesskag­inn hef­ur ekki uppá að bjóða kjör­lendi fyr­ir hrein­dýr, að mati Dýra­vernd­ar­sam­bands­ins, hvorki hvað beiti­lönd varðar né lofts­lags­skil­yrði þar sem þetta er eitt votviðrasam­asta svæði lands­ins. „Gera má ráð fyr­ir að hrein­dýr­in myndu leita niður á lág­lendi, a.m.k. hluta árs, svo sem í skóg­lendi, allt til Heiðmerk­ur, og niður að sjó, þar með yfir hina fjöl­förnu Reykja­nes­braut, og lenda í mik­illi slysa­hættu. Þau gætu reynd­ar farið víðar hindr­un­ar­laust og með þeim þyrfti því að vera stöðugt eft­ir­lit sem viðkom­andi sveit­ar­fé­lög þyrftu senni­lega að kosta,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Dýra­vernd­ar­sam­band­inu.

Þar seg­ir enn­frem­ur: „Auk þess þyrfti að gera ráð fyr­ir fóðrun í harðind­um og ráðstaf­an­ir yrði að gera til þess að dýr­in yrðu ekki sjálf fyr­ir slys­um á veg­un­um eða gætu valdið slys­um á fólki við ákeyrsl­ur. Ýmis önn­ur sjón­ar­mið varða fram­an­greinda til­lögu en við telj­um að vel­ferð dýr­anna skipti meg­in máli og telj­um frá­leitt að hún verði tryggð á Reykja­nesskaga né ann­ars staðar í Land­námi Ing­ólfs Arn­ar­son­ar.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert