Gátu ekki tapað á samningunum

Ein­stak­ling­ar sem voru í eig­enda­hópi Kaupþings, eða fé­lög á þeirra veg­um, eru á meðal þeirra sem grun­ur er um að hafi hagn­ast á samn­ing­um sem bank­inn gerði og eru tald­ir hafa fært völd­um hópi vild­ar­viðskipta­vina gríðarleg­an fjár­hags­leg­an ávinn­ing.

Um er að ræða nokkra samn­inga upp á nokkra tugi millj­arða króna. Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins er heild­ar­and­virði þeirra talið vera yfir 100 millj­arðar króna.

Efna­hags­brota­deild rík­is­lög­reglu­stjóra barst nafn­laus ábend­ing um málið í gegn­um millilið um miðjan des­em­ber. Í kjöl­farið hófst at­hug­un á mál­inu.

Efna­hags­brota­deild­in hef­ur nú óskað eft­ir því að Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) taki málið til frek­ari skoðunar og kæri það aft­ur til baka ef rök­studd­ur grun­ur verður uppi um refsi­verða hátt­semi. Er það gert vegna þess að FME hef­ur full­an aðgang að bók­haldi gömlu bank­anna.

Um­rædd­ir samn­ing­ar eru tald­ir hafa tryggt lyk­ilviðskipta­mönn­um og öðrum aðilum tengd­um eig­enda­hópi bank­ans veru­leg­an ávinn­ing sem hafi verið greidd­ur til þeirra. Heim­ild­ir Morg­un­blaðsins herma að samn­ing­arn­ir hafi verið þess eðlis að þeir sem gerðu þá gátu ekki tapað á þeim.

Grun­ur leik­ur á því að um­rædd hátt­semi geti tal­ist vera umboðssvik eða jafn­vel fjár­drátt­ur. Refs­ing vegna slíkra brota get­ur verið allt að sex ára fang­elsi. Verði niðurstaðan sú að hátt­sem­in feli í sér refsilaga­brot mun rann­sókn máls­ins bein­ast jafnt að þeim sem gerðu samn­ing­ana fyr­ir hönd Kaupþings og þeirra sem nutu ávinn­ings af þeim.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert