Hvíti reykurinn horfinn

Hvíti reykurinn frá Mjólkurstöðinni hverfur frá og með deginum í …
Hvíti reykurinn frá Mjólkurstöðinni hverfur frá og með deginum í dag. Jón Sigurðsson

Í dag lauk sögu þurrmjólkurgerðar á Blönduósi þegar slökkt var á síðasta þurrmjólkur-valsaþurrkara landsins. Kristófer Sverrisson mjólkurbússtjóri á Blönduósi sagði að þessi þurrkari væri einn sinnar tegundar hér á landi og hefði framleiðslan að mestum hluta farið til sælgætisgerðar.

Með því að slökkva á þurrkaranum er verið að leggja síðustu hönd á að loka mjólkurstöðinni á Blönduósi en því verki á að ljúka um áramótin og tapast þá um 9 störf á Blönduósi.

Kristófer sagði að sælgætisframleiðendur á Íslandi vildu fyrst og fremst fá valsaþurrkað mjólkurduft í framleiðslu sína en um 70% af 220 tonna þurrmjólkurframleiðslu á Blönduósi fara í sælgætisframleiðslu.

Til eru mjólkurduftsbirgðir sem eiga að duga fram yfir páska, að hans sögn, og er stefnt að því að koma fyrir sambærilegum valsaþurrkara upp á Selfossi til að mæta þörfinni eftir það.

Frá og með deginum í dag hætta Blönduósingar að sjá hvíta reykinn liðast upp í loftið frá mjólkurstöðinni og eiga fyrir vikið erfiðara með að átta sig á hvar á þá stendur veðrið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert