Marglitir flugeldar lýstu upp himininn á flugeldasýningu sem björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu stóðu fyrir við Perluna í kvöld. Vel viðraði til sýningarinnar sem sást víða að. Gestir og gangandi nutu því dýrðarinnar til hins ýtrasta.
Þótt búist sé við nokkrum samdrætti í sölu á skoteldum fyrir þessi áramót verður án efa mikið sjónarspil á himni þegar gamla árið verður kvatt enda spáð ágætis veðri til sprenginga.