Mótmæla blóðsúthellingum

Ekkert lát er á ofbeldinu á Gasasvæðinu
Ekkert lát er á ofbeldinu á Gasasvæðinu Reuters

„Stöðvið fjöldamorðin á Gazaströnd - slítum stjórnmálasambandi við Ísrael" er yfirskrift útifundar sem Ísland-Palestína boðar til á morgun „til að mótmæla blóðsúthellingum á Gaza," eins og segir í fréttatilkynningu. Fundurinn verður haldinn á Lækjartorgi kl. 16.

Ræðumenn verða María S. Gunnarsdóttir, formaður Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna, Ögmundur Jónasson alþingismaður og sr. Örn Bárður Jónsson sóknarprestur. Fundarstjóri verður Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert