233 kg af hassi haldlögð í ár

Hald var lagt á 233 kg af hassi á árinu
Hald var lagt á 233 kg af hassi á árinu mbl.is/Júlíus

Lögregla og tollur hafa lagt hald á 233 kg. af hassi það sem af er ári og er það mun meira magn en áður hefur verið haldlagt á einu ári. Lagt var hald á 6,5 kg. af maríjúana sem er meira magn en síðustu sex ár og 7,7 kg. af kókaíni sem er rúmu kílói meira en lagt var hald á í fyrra. Þá var lagt hald á tæp 11 kíló af amfetamíni sem er minna magn en síðustu tvö ár.

Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum um fjölda brota hjá lögreglu á árinu 2008.

Hegningarlagabrotum fjölgar um 7% á milli ára

Fram kemur að hegningarlagabrot voru um 14 þúsund sem er um 7% fjölgun frá því í fyrra og 4% fjölgun frá 2006. Brotin voru um 12 þúsund árið 2005 en um 16.500 árið 2004. Fjöldi umferðaralagabrota var svipaður og á árinu 2004 (um 55.500), en umferðarlagabrotin voru yfir 50 þúsund á árunum 2004-2008 að árinu 2005 undanskildu þegar þau voru færri.

Brotin almennt færri í ár

Þar sést að brotin eru almennt færri í ár en að meðaltali
yfir tímabilið 2003-2007, en áfengislagabrot voru 45% færri en á áðurnefndu tímabili, skjalafalsbrot um 28% færri og brot gegn friðhelgi einkalífs 26% færri. Auðgunarbrot voru hins vegar nánast jafnmörg og að meðaltali 2003-2007.

Bráðabirgðaskýrsla embættis ríkislögreglustjóra

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert