Steingrímur J. Sigfússon hefur óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd svo fljótt sem því verður við komið vegna ástandsins á Gasa og til að fara yfir stöðu mála í deilunni vegna Icesave-reikninganna og hvar málarekstur gegn Bretum er á vegi staddur.
Hvað varðar fjöldamorðin á Gasa leggur Steingrímur til að svohljóðandi ályktun verði samþykkt í utanríkismálanefndar:
„Utanríkismálnefnd Alþingis samþykkir að beina þeim eindregnu tilmælum til ríkisstjórnarinnar að hún fordæmi skilyrðislaust ólögmætar hernaðaraðgerðir og fjöldamorð Ísraelstjórnar á hinu hertekna Gasasvæði. Nefndin leggur til að ríkisstjórnin tilkynni ísraelskum stjórnvöldum að láti þau ekki tafarlaust af aðgerðum sínum og komi á vopnahléi verði stjórnmálasambandi við Ísraelsríki slitið.“